LYRICS

Undir Köldum
Norðurljósum
Nótt
eftir
Nótt
Kælan Mikla
Mánadans

Lítil dýr

Eins og lítil dýr í dimmu húsi,
við erum ung og villt.
Við hittumst þar og leikum okkur,
skítug og spillt.
Skiptumst á beittum orðum, beittum brögðum.
Það má enginn vita hvað við gerðum, hvað við sögðum.
Við bítum, klórum, breytum grimmd í losta.
Gerum allt sem ekki má hvað sem það mun kosta.
Okkur er sama hvað er rangt og sama hvað er bannað.
Þetta eina skipti skiptir öllu máli,
ekkert annað.

Leyfðu mér að vera vond.
Voðalegur hamagangur á þér.
Reittu upp reiðina, springdu og spurðu svo
Hvað amar að mín kæra meyja?
Tilfinninga, óróleika,
óstabíla þyngdarlögmál undirmeðvitundarinnar.
Skapstyggi andskoti, ekki rífa svona fast í hárið á mér
skildu mig svo eftir, þakta í blóði mínu.
Hvíld eftir óróleikann, týnd í eigin hugsunum.
Smátt og smátt fer fólk að forðast líkama minn.

Small animals

Like small animals in a dark house 
we are young and wild 
we meet there and we play 
dirty and spoiled 
exchange sharp words, sharp tricks 
no one is allowed to know what we did 
what we said
we bite, scratch, turn cruelty into lust 
do all that's forbidden
whatever it will cost 
we don't care what is wrong, and don't care what is forbidden 
This one time matters the most, 
no other. 


 Let me be bad, 
You are in such a fuss. 
Provoke the anger, explode, then ask
"What's the matter my dear maiden?" 
Emotional, irritating, unstable gravity of the subconsciousness! 
Ill-tempered bastard, don't pull my hair that hard! 
Then leave me, covered in my blood! 
Rest after the madness. Lost in my own thoughts. 
Little by little people start avoiding my body. 
Emotional, irritating, unstable gravity of the subconsciousness! 
Ill-tempered bastard, don't pull my hair that hard! 
Then leave me, covered in my blood! 

Næturdætur

Útipúki!
Reykjavíkurnæturdætur
daðra við drottnarann
og dimmrauðir tónar
tæma nóttina.

Daughters of the night

Outdoor-demon!
Daughters of Reykjavík nights
Flirt with the overlord
And maroon tones
empty the night.

Mánadans

Fætur mínir skeika í skini silfurmána
sem bíður mér þögullar nætur.
En lítil stúlka illa lætur og stígur villtan
vangadans við nóttina.
Hratt hún dansar í hundrað hringi
meðan myrkrið magnast upp
í kringum hana og innra með henni
og henni líður betur.
Hún veit hvað hún vill
og hún veit hvað hún getur.
Hún gerir það mikið,
hún fer yfir strikið.
Týnd í sýndarveruleika.
Reika í óraunveruleika
og leik mér að því sem ekki er.
Veik og sama hver, allir vilja bjarga mér
á meðan ég vil farga því sem er.
Sólin sest og hún blotnar,
sólin rís og hún brotnar.

Hún líkist ekki neinum í hundrað og einum,
en á föstudögum trúlofast hún nóttinni.

Moondance

My feet twitch in the light of the silver moon
that offers me a silent night. 
But a little girl has bad behaviour 
and dances a wild cheek to cheek with the night 
Fast she twirls in a hundred circles as the darkness continues to grow 
around her, and within her, and she feels better. 
She knows what she wants and she knows what she can do, 
she does it a lot, she goes over the line. 
She's not like anyone around, on Fridays she gets engaged with the night! 


The sun sets and she gets wet. 
The sun rises and she breaks.  


My feet twitch in the light of the silver moon
that offers me a silent night. 
But a little girl has bad behaviour 
and shares a dreamy death dance  with the night 
Fast she twirls in a hundred circles as the darkness continues to grow 
around her, and within her, and she feels better. 
She knows what she wants and she knows what she can do, 
she does it a lot, she goes over the line. 
She's not like anyone around, on Fridays she gets engaged with the night!


 Lost in a virtual reality
roam in unreality
and play with what isn't there. 
Sick and no matter who, 
everyone wants to save me, 
while I want to destroy what there is.  


Umskiptingur

Ég man, ég var á rölti ég var kannski 7 ára
Ég man, ég heyrði söngva, sem sögðu mér að koma
Ég ráfaði og stökk á milli mosagróinna steina
Þegar ég sá álfakvenndi, fallega og rjóða.

Ég var sýkt og ég var veik og ég fann ekki leiðina heim.

Hún sat á hvítum hesti og sagði mér að elta sig
Að álfasteininum sjálfum
Þar voru hennar fjölskylda og þau gáfu mér að borða
Álfabrauð með osti
Þarna leið mér vel og ég vildi ekki fara.

Ég var sýkt og ég var veik og ég mig langaði ekki heim

Á milli tveggja heima, hvar á ég heima?
Á milli lífs og dauða, hvar á ég heima?

Umskiptingur, umskiptingur, umskiptingur.

Á milli tveggja heima, hvar á ég heima?
Á milli lífs og dauða, hvar á ég heima?

Changeling

I'm going to tell you a story


 I remember I was walking
I was maybe seven years old. 
And I remember hearing chanting telling me to come. 
I wandered and jumped between moss covered rocks. 
When I saw 
an elf lady 
beautiful and blushed. 
I was infected, I was sick 
and I couldn't find my way home! 


 She sat on a white horse and told me to follow her 
To the elf rock itself. 
There was her family, and they fed me
elf bread with cheese 
I felt good and I didn't want to leave, 
and I didn't want to leave. 
I was infected, I was sick 
and I didn't want to go home! 


 Between two worlds 
where do I belong? 
Between life and death
where do I belong? 
CHANGELING!
Between two worlds
between life and death 
where do I belong? 
CHANGELING!

Yndisdráttur

Komdu nær minn kæri.
Sleiktu mig með orðum þínum,
snertu mig með augum þínum,
grænum, daufum.
Ég finn lykt líkama þíns.
Leyfðu henni að fylla mig,
mig alla og meira og meira.

Hvert ferðu
þegar nóttin kemur?
Þú segir góða nótt við mig
á kvöldin, þegar við erum saman
en þegar sólin skín
ertu blindur.
Ég veit að nóttin fer mer vel
en hugsar þú um mig?
Tek ég mikið pláss?

Lúmskur ertu andskoti.
Leikur að lyfjum
og leyfir mér leikinn.
Hratt en bítandi bítur gleðin mig,
gufar svo upp eins og reykur.

Nei, nú er nóg komið minn kæri
ég elskaði þig ekki
þótt þú þættist þekkja mig,
þótt þú þættist elska mig,
eins og svo oft var ég að blekkja þig.
Segðu mér sannleikann siðlausi skratti.
Förum til fjandans og gerum það saman
… saman.

Intimate Intentions

Come closer my dear
lick me with your words
touch me with your eyes
green, pale. 
I feel the smell of your body
Allow it to fill me up 
All of me and more and more.
Where do you go, when the night comes?
You say goodnight to me in the evening 
when we're together 
but when the sun is shining
you are blind!
I know the night suits me well 
but do you think of me
do I take much space? 
Sneaky you are, bastard, play with drugs
and allow me to play! 
Fast but gradually the happiness bites me 
then dissolves like smoke! 
No, now it's enough my dear 
I didn't love you 
though you pretended to know me
though you pretended to love me
like so often I was fooling you! 
Tell me the truth you immoral devil 
let's go to hell and do it together! 

Ekkert nema ég

Ég mun syngja fyrir heiminn, svo þau finni loksins til
Ég mun syngja svo þau sjái það sem blundar inn í mér.
Ég mun syngja svo þau gráti
Ég mun syngja svo þau elski, eins og ég.

Ég mun reykja heiminn
Gleypa stubbinn
Svo að ekkert verði eftir nema ég

Ég er Guð, ég er Guð, ég er Guð

Ég mun sjá heiminn brenna
Ég mun sjá hann ljóma

Ég er föst í stjörnuþoku
Og einn daginn mun ég springa
Ég er það fallegasta sem ég hef
Nokkurntíman séð.

Ég mun reykja heiminn
Gleypa stubbinn
Svo að ekkert verði eftir nema ég

Ég er Guð, ég er Guð, ég er Guð

Ég mun sjá heiminn brenna
Ég mun sjá hann ljóma

Ég er Guð!

Nothing but me

I will sing for the world, so they will finally hurt, 
I will sing so they will see what I carry within me, 
I will sing so they will cry, 
I will sing so they will love the way I do. 
I will smoke the world and swallow the stub so that nothing will remain except for me
I AM GOD!
I'll see the world burn
I will see it shine. 
I am stuck in a nebula and one day I will explode, 
I'm the most beautiful thing that I have ever seen!
I will smoke the wold and swallow the stub so that nothing will remain except for me
I AM GOD! 

Ástarljóð

Hvernig gátu hunangsgylltar hlíðarnar
og bjargvættar bláminn í björgunum
skyndilega skotist á brott.
Skelfingar skugginn er kuldalegur,
vorið var vonbrigði
og sumarið þrældómur vetrarins.

Ég er volandi vændiskona,
veggja sem hindra mína
gleði og glæstu framtíðar drauma.
Ég man þegar ég speglaðist
í gullslegnu vatni
og sá sjálfa mig brosa.

Svanurinn sem kenndi mér
forðum að fljúga
er nú farinn, floginn á brott.
Og ég sit hérna eftir,
alveg vængjalaus
og velti því fyrir mér
hvort ég fái nokkurn tíma aftur að fljúga.

Ég festi mig við arfa í garðinum.
Hjartað mitt er að springa.
Skelfingar skjálfti í líkama mínum
ríkir og reiðin er óflýjandi.

Líkami minn er ólgusjór
og ég vona að þið drukknið öll með mér
Hjartsláttur minn er óreglu öldugangur
og lungun mín fyllast af vatni.

Ég vona að þú farir til helvítis, ástin mín,
svo ég fái kannski að hitta þig aftur.

Lovepoem / Lovesick

How could the honey golden hills
and the heroic blue cliffs suddenly run away. 
The terrifying shadows are looking cold, 
spring was a disappointment 
and the summer, slavery of winter. 
I'm a weeping prostitute of walls  
that prevent my joy, wondrous future and dreams
I remember reflecting in the golden water and seeing myself smile.
The swan that used to teach me how to fly
is now gone, flown away. 
And I sit here left completely  wingless and wonder if I will ever get to fly again. 
I get stuck in the weeds of my garden, my heart is about to explode. 
My body shivers with terror and the anger is inevitable. 
My body is troubled sea and I hope you will all drown with me. 
My heartbeat irregular waves and my lungs fill up with water. 
This is a love poem 
I hope you go to hell my love, so I'll maybe get to see you again! 

Ætli það sé óhollt að láta sig dreyma?

Svífa svartir svanir
sínum vængjum á
yfir háar hæðir
og hæðast að mér.
-þeir spurðu mig, mín kæra,
hvurslags vængi ég bæri
á berum herðum mér.
Þeir sögðu mér að fljúga.
Svo ég flaug og sá þá aldrei aftur
en ég heyrði þeirra hæðnis hlátur
bergmála í björgunum
sem voru það síðasta sem ég sá.

Þú þarft ekki spítt eða kókaín, elskan mín,
reyktu mig, sleiktu mig, mölvaðu og snortaðu.
Settu í skeið og bræddu mig og sprautaðu mér í þig og finndu hvað ég tek mikið pláss.
Finndu fyrir sprengingunni inní þér, ástin mín, hvernig þú stækkar og líkaminn þolir ekki meir. Svo þú springur og jörðin er hringur, sem þú vefur þig utan um
og lekur milli steinanna, fyrir aftan bar 11.
Og þú faðmar alla jörðina og þú finnur loksins fyrir þessari hamingju.
Þetta er það sem ég kalla gleði.

En ég ber þennan dóm, og ég lækka minn róm
Og ég man fyrst þegar ég fæddist
Ég er frumburður og einkabarn nýs hugmyndaheims
Eins og kommúnismi er ég falleg hugsun en ég verð aldrei að raunveruleika.

Í almyrkvuðum hellum
ég ríkjum ræð og drottna
ég sé mig sjálfa rotna og
í eigin svita og táraflóði sit ég bara og blotna.
Ég nærist á þeim lífverum
sem sína mér ekki lotningu
hver elskar ekki sína eigin drottningu?

Í dauða djúpum
dreka drunum
drýp ég dögg.
Í sárum mínum
og syndaflóði
flýt ég um.
blóði borin
brýt ég bein mín
bráðum kemur sólin.

Ég veit að raunveruleikinn
er þarna einhversstaðar.
en ég kemst ekki nær og ég er búin að reyna.

Ætli það sé óhollt að láta sig dreyma?

I wonder if it's unhealthy to dream?

Black swans soaring, soar on their wings
over high hills and mock me
they asked me "my dear, what kind of wings do you carry on your back?”
They told me to fly, so I flew and never saw them again
but I heard their  ironic laughter echo in the cliffs that were the last thing that I saw.


 You don't need speed or cocaine my love
smoke me, lick me, crunch me and snort me
put me in a spoon and inject me and feel how much space I take!
Feel the explosion within you my love as you grow  and the body can't take it anymore.
So you explode and the the world is a ball that you wrap yourself around
and melt between the rocks behind bar 11
and you hug the whole ground and you finally feel this happiness,
this is what I call joy!
But I have been judged and I lower my voice and I remember the first time I was born. 
I'm the first and only child of a new perception. 
Like communism I'm a beautiful thought but I will never become reality!


 In pitch black caves I rule and dominate.
I see myself rot 
and in my own sweat and flood of tears I just sit and get wet. 
I feed on the beings that don’t respect me, 
who doesn't love their own queen?


 In death deep dragon roars I drip dew, 
In my wounds and flood of sins I float on.
Covered in blood I break my bones, 
Soon the sun will come. 
I know that reality is out there somewhere but I can't get any closer and I have already tried. 
I wonder if it's unhealthy to dream? 

Reykjavík til staðar

Ég hef verið þjáð bráð 
Háð því sem heitið er 
Leitað að samastað 
Alls staðar sama hvað
Reykjavík til staðar 
Hraðar og hraðar ég leita
Sest niður sjálfri mér eitra
Étið mig látið sem ekkert sé 
Skeikað að vitlausum hornum 
En komið að þeim horfnum 
Horfnum hornum 

Reykjavík is there

I have been suffering, a victim 
Addicted to promises 
In search of a home
Everywhere, no matter what 
Reykjavík is there for me 
Faster and faster I’m searching
Sit down and poison myself
Eat me and act if it’s nothing
I’ve roamed into the wrong corners
But found them to be faded 
Faded corners