LYRICS

Undir Köldum
Norðurljósum
Nótt
eftir
Nótt
Kælan Mikla
Mánadans

Nornalagið

Myrkur, hlaupa út í nóttina
Nornir leika sér við skuggana
Brosa, þær baða sig í blóðregni
Svífa, bara klæddar tunglskini
Sjáðu, á fullu tungli dansa þær við dauðann
Brenna börnin sem að eiga hvergi heima
Mig dreymir, mig dreymir, mig dreymir
að á endanum hugur minn heiminum gleymi

The witches’ song

Darkness, running out into the night
Witches play with shadows
Smile, they bathe in rain of blood
Glide, wearing only moonshine
Look, on full moon they dance with death
Burn the lost children
I dream, I dream, I dream
That at last my mind will forget this world

Hvernig kemst ég upp?

Hvernig kemst ég upp?
Því ég þekki þetta ekki lengur
Leika sér að því sem ekki er
Trúa á það sem að aldrei var hér
En síðan kemst ég upp, aftur af stað
og reyni að takast á við annan dag
En ég trúi á það sem aldrei var

How can I get up?

How can I get up?
Because I don’t know anymore
Play with what isn’t there
Believe in what never was here
But then I get up, up once again
And try to go through another day
But I believe in what never was there

Skuggadans

Ég vaki og sé það sem gerðist, það sem var
það sem gerist, það sem verður
Ég sá og skildi, ég er hrein
en sérðu ekki mamma?
Heimurinn er sjúkur
ekki ég
Í skugganum af þér finn ég heiminn frjósa
Í skugganum af þér milli myrkurs og ljósa
Horfi móti myrkri, tómur tími stansar
Skíman flýtur inn og ég finn að dimman dansar
Skuggi ekki skilja mig eftir, taktu mig með þér
Ég vil verða eins og þú, bara skugginn af mér

Shadowplay

I wake and I see all that happened, all that was
All that is and all that will be
I saw, I understood, I am clean
But don’t you see it mother?
The world is what is sick
Not me
In your shadow I see the world freezing
In your shadow between darkness and light
Look into the dark, empty time freezes
Light flows in and I feel the darkness dancing
Shadow don’t leave me behind
I want to be just like you, just the shadow of me.

Draumadís

Dansandi draumadís
Brosið kalt, klædd í ís
Horfið allt, hjartað frýs
Martraða dauðadís
Leiddu mig út í nóttina
Leyfðu mér að dansa við skuggana
Tunglsljósið lýsir upp augun mín tóm
Ég dansa á frosnum hælaskóm
Sjáðu mig, klökum klædda prinsessu
með ískristalla kórónu
Það glampar á hana svo glitrandi bjarta
að hún felur næstum því hjartað mitt svarta
Dulan bjarta hylur hjartað svarta

Nymph of dreams

Dancing nymph of dreams
Cold smile, dressed in ice
All is gone, frozen heart
Nightmare nymph of death
Lead me into the night
Let me dance with the shadows
The moonlight lights up my empty eyes
I dance in frozen stilettos
Look at me, a princess dressed in ice
With an icicle crystal crown
It sparkles so beautiful, glittery bright
That it even, almost, hides my black heart
Her bright dress hides her black heart

Næturblóm

Nóttin klæðir okkur best
Við vöknum þegar sólin sest
Þegar skammdegið er svartast
skína næturblómin bjartast
og þau gera það þótt við finnum þau ekki hér
Því þau rifnuðu upp með rótum og standa núna á tveimur fótum
og blómstra í dömunni sem dansar við hliðiná mér

Nightflowers

The night suits us best
We wake up when the sun goes down
When midwinter is at its’ darkest
The nightflowers shine the brightest
And they do it although we won’t find them here
Because the ripped themselves up by the roots
And now they’re standing on two feet
And bloom in the lady that’s dancing next to me

Andvaka

Ég er ljósið
Ég er myrkrið
Sárt, berskjaldað syndavirkið
Niðurbældar vonir
Eilíf eymd sem vofir
yfir andvaka andartökum endurtekinna martraða
Andvarp varpar ljósi
á fornt grafið myrkur

Sleepless

Im the lightness
Im the darkness
A hurt and vulnerable fortress of sins
Suppressed hopes
Eternal misery that looms
Over sleepless moments of repeated nightmares
A sigh sheds light
On past buried darkness

Nótt eftir Nótt

Ósamræmi, hugur minn á sveimi
úr takt við hugans rætur
Fljótandi hugsanir, algleymi
Umlukin myrkri í draumi
Sveipuð djúpu húmi,
augun tómu bláu
opna nýjan heim
að hugans hafi, gráu
Ég breiði svarta vængi yfir,
kafna í köldu myrkri
Nóttin herðir fastar að
þar til ég missi andann
Andvaka, ofin í endurteknar martraðir
Heltekin af skjálfandi andnauð
Drukknandi í endalausu draumkendu svartholi
Andvaka martraða svartholi
Nótt eftir nótt eftir nótt
þú sefur ekki

Night after Night

Inconsistency, my mind wandering
Out of line with its’ roots
Floating thoughts, oblivion
Surrounded by darkness, in a dream
Wrapped in deep dusk
The empty blue eyes
Open a new realm
Into the minds grey ocean
I spread black wings over
Suffocate in cold darkness
The night tightens its’ grip
Until I lose my breath
Sleepless, woven into repeated nightmares
Consumed by shivering breathlessness
Drowning in a never ending dreamy black hole
A sleepless nightmare black hole
Night after Night after Night
You don’t sleep

Dáið er allt án drauma

Hvert andartak verður að ári,
hver einasta hugsun að sári,
hver tilfinning að tári
Reyni samt að dreyma,
opna nýja heima
Sorgum virðist erfitt að gleyma
Milli svefns og vöku urðu draumarnir raunverulegir
og veruleikinn martröð
Ég veit að raunveruleikinn er þarna einhversstaðar
en ég kemst ekki nær og ég er búin að reyna
Ætli það sé óhollt að láta sig dreyma?

Dead is all without dreams

Each moment becomes a year
Each thought becomes a wound
Each feeling becomes a tear
Still I try to dream
Open new realms
Sadness seems hard to forget
Between sleep and wake
The dreams became real
And reality became a nightmare
I know reality is out there somewhere
But I can’t get any closer and I have already tried
I wonder if it’s unhealthy to dream?